Nýjustu fréttirnar:

Markmiðið

Markmiðið með starfseminni er að draga úr því magni rafeindabúnaðar sem endar á sorphaugum landsins og stuðla að endurnýtingu á slíkum búnaði í gegnum samstarfsaðila.
Legðu umhverfinu lið og gefðu þínu raftæki framhaldslíf. Það er synd að þurfa að henda þegar hægt er að endurnýta.

Endurnýtanleg raftæki

Við tökum við farsímum, fartölvum, MP3 spilurum, leikjavélum, netlyklum, stafrænum myndavélum og stafrænum upptökuvélum. Láttu ekki þitt eftir liggja og leyfðu þínu raftæki að eiga framhaldslíf. Hvort sem það er gamli farsíminn í skúffinni þinni, ónýta fartölvan í geymslunni eða jafnvel brotni MP3 spilarinn sem átti að lenda í ruslinu.

Samfélagsþátttaka

Græn framtíð leggur áherslu á að styðja íþrótta-, góðgerðar- og félagasamtök í gegnum umhverfisvæna fjáröflun. Félög geta nýtt sér þjónustu Grænnar framtíðar með söfnun á smáraftækjum sem er góð tekjulind fyrir þau og eflir um leið umhverfisvitund þeirra sem leggja söfnuninni lið.